151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

ákvæði um trúnað í nefndum.

[11:31]
Horfa

Katla Hólm Þórhildardóttir (P):

Herra forseti. Ég lýsi furðu minni yfir látum í þingflokki flokks sem veit fullvel hvernig það er að starfa í minni hluta og hversu alvarlegt það er þegar meiri hluti vænir annað þingfólk um annað eins og trúnaðarbrest. Þetta kallast hræsni, herra forseti. Ég er með fréttir fyrir stjórnarliða í sambandi við þetta: „It´s not about you.“ Afsakið, virðulegi forseti. Þetta snýst nefnilega um þjóðina. Og það ríkir ekki trúnaður um málefni þjóðarinnar sem við erum hér að fjalla um í umboði hennar. Það ríkir de facto ekki trúnaður um þau málefni sem við ræðum hér, málefni þjóðarinnar. Við megum tjá okkur um skoðanir okkar eins og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson talaði um hér áðan. Það er mjög alvarlegt að vera sífellt að reyna að grafa svona undan minni hlutanum og segja hann vera að brjóta trúnað þegar það heldur bara ekki vatni.