151. löggjafarþing — 77. fundur,  13. apr. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign.

700. mál
[17:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. fjármálaráðherra sagði að hér væri um mjög flókið mál að ræða. Flækjurnar í málinu eru allar komnar frá honum. Hann er búinn að flækja þetta mál alveg upp í rjáfur. Það er svo merkilegt að þetta er mjög einfalt og þægilegt mál og auðleysanlegt, bara hér og nú, allir í sátt og samlyndi: 3,5% fara í viðbótarséreignarsparnað og hver einn fær að ráða því hvert það fer og ávaxta það. Búið. Hættum að hirða þennan sparnað af 16–18 ára krökkum og burtu með ákvæði um verðtrygginguna, og síðan fá sjómenn sitt. Þá erum við búin að leysa þetta mál, allir sáttir. En ef við ætlum að fara eftir þeirri leið sem hæstv. fjármálaráðherra boðar hér verða allir ósáttir og verkalýðshreyfingin sættir sig aldrei við þetta.