151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

barnalög.

11. mál
[13:54]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Forseti. Með þessari tillögu verður tryggt að kostnaður vegna framfærslu skiptist milli foreldra að teknu tilliti til umgengni. Við teljum að það sé réttlætismál og höfum leitað okkur aðstoðar lögmanns sem er sérfræðingur í fjölskyldurétti. Við teljum að þetta sé nauðsynleg breyting til þess að tryggja að kostnaðurinn skiptist réttlátlega milli foreldra að teknu tilliti til umgengni. Mér sýnist að þingheimur sé ekki alveg eins framsækinn og við en það verður að hafa það. En ég segi já við þessari tillögu, að sjálfsögðu.