151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

trúnaður um skýrslu.

[15:03]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef skilning á því að mönnum gremjist að trúnaður sé rofinn og það á aldrei að rjúfa trúnað. Ég hef líka vissan skilning á því að hæstv. ráðherra hafi samúð með raunum Samgöngustofu, að þurfa að svara fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum um innihald þessarar skýrslu. Það er eðlilegt. Ég set hins vegar spurningarmerki við eitt í þessari umræðu, í fullri vinsemd og með fullri virðingu. Ég veit ekki alveg hvernig það kemur út þegar almenningur fréttir af því í kvöld að helsta áhyggjuefni þingmanna og hæstv. ráðherra af þessari skýrslu og því sem í henni stendur sé að það hafi vitnast um það sem stendur í skýrslunni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)