151. löggjafarþing — 85. fundur,  26. apr. 2021.

frétt RÚV um Samherja.

[13:27]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég tel að allt þetta mál sýni í raun og veru að við erum hér í frjálsu og opnu samfélagi, þ.e. þegar málið er tekið til umfjöllunar er það gert á mjög gagnrýninn hátt og fjölmiðlarmennirnir fara í málið og hika ekki við það. Þegar við erum að fjalla um fjölmiðla á Íslandi finnst mér þeir standa sig býsna vel, eins og við höfum séð núna. Hvernig við eigum að flokka þetta nákvæmlega? Þetta er auðvitað stórt mál. Við sjáum að fólk og samfélag okkar hefur skoðun á þessu og ég segi að við búum í frjálsu, opnu og lýðræðislegu samfélagi, að fólk stígur fram. Það hefur skoðun á þessu. Það gerir það líka hér í þinginu. Ég tel að það sé eftirsóknarvert samfélag þar sem við getum farið yfir málin eins og við erum að gera hér.