151. löggjafarþing — 85. fundur,  26. apr. 2021.

frétt RÚV um Samherja.

[13:28]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (ber af sér sakir):

Herra forseti. Ég hlýt að gera athugasemd við það þegar hv. þm. Guðmundur Andri Thorsson kemur hingað upp og leggur mér orð í munn, segir ég hafi sagt hér í ræðustól að framganga Samherja sé eðlileg hagsmunagæsla. Það er rangt hjá hv. þingmanni. Hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði mig einfaldrar spurningar um það hvort hagsmunaöflin stjórnuðu öllu í þessu samfélagi og ég fór yfir hvað gert hefur verið, m.a. til að auka gagnsæi þar um. Þar ræddi ég ekkert sérstaklega um Samherja og herferð þeirra í þeim málum og ber af mér þær sakir sem hv. þingmaður kemur hér upp með í orðaskiptum við annan hæstv. ráðherra. Mér finnst þetta ekki smekklegt, herra forseti.