151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

tekjuskattur.

3. mál
[14:48]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég skrifa undir nefndarálitið með fyrirvara sem ég tel rétt að gera örstutta grein fyrir og það varðar sektarfjárhæðir í frumvarpinu og í þeim tillögum sem hér liggja fyrir. Það er búið að vera nokkurt hringl á afstöðu til þessara sektarfjárhæða. Þetta er í annað sinn sem frumvarpið er lagt fram. Í síðara skiptið var gert ráð fyrir því að hækka sektarfjárhæðir talsvert til að veita þessum ákvæðum meiri styrk og þunga. Þannig að ég tel að upphaflegt frumvarp hefði verið betra að þessu marki eins og hæstv. fjármálaráðherra lagði til en nefndin fór þá leið að lækka sektarfjárhæðir um helming. (Forseti hringir.) Ég tel að það hafi ekki endilega verið skynsamlegt en engu að síður styð ég málið í heild sinni.