151. löggjafarþing — 106. fundur,  3. júní 2021.

breyting á dönskum lögum um móttöku flóttamanna.

[13:05]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Danska þingið hefur samþykkt lög um móttökustöðvar fyrir hælisleitendur utan Evrópu og gerði það með talsverðum meiri hluta. Það er gert í því augnamiði að enginn muni sækja um hæli í Danmörku, enginn muni koma til landsins til að sækja um hæli, eins og ég hef nefnt í nokkrum ræðum. Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öruggari og löglega leið. Dönsk stjórnvöld hafa tekið það skýrt fram að þau vilji vinna með öðrum löndum að þessu verkefni. Því spyr ég hæstv. dómsmálaráðherra hvort það komi til greina að mati ráðherrans að vinna með Dönum að þessu verkefni.