151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

frumvarp um hálendisþjóðgarð.

[13:08]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Þetta var nú hálfgert ekki-svar. Hæstv. ráðherra fór ítrekað yfir það að þetta væri mjög umdeilt og erfitt mál, sem er vissulega rétt. En það getur varla verið að hæstv. forsætisráðherra, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, viti ekki í hvað stefni með eitt stærsta áherslumál eigin flokks. Því ítreka ég spurninguna: Í hvað stefnir með þetta mál? Þingið þarf að fá að vita það svoleiðis að við höfum einhverja hugmynd um í hvað stefnir hérna næstu daga. Væri það hæstv. ráðherra meira að skapi að málið dagaði einfaldlega uppi eða myndi hæstv. ráðherrann frekar vilja að nefndin vísaði málinu frá eða vísaði því aftur til ráðherra með formlegum hætti?