151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

775. mál
[16:40]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fólk tekur ekki það starf sem býðst. Aðeins varðandi sumarfrí þá verðum við að horfa á þá staðreynd og þau dæmi að sumarfrí er mögulega ekki vegna sumarleyfis viðkomandi starfsmanns heldur vegna sumarleyfa ungra barna þar sem verið er að fara að loka leikskóla næstu fimm vikur og fólk hefur engin önnur ráð en að vera með barninu í þessar fjórar eða fimm vikur sem leikskólinn er lokaður og getur mögulega ekki breytt því. Tíminn er auðvitað búinn en ég ætla að fá að fylgja þessu aðeins eftir í seinna andsvari.