151. löggjafarþing — 111. fundur,  10. júní 2021.

Barna- og fjölskyldustofa.

355. mál
[22:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég flyt hér framhaldsnefndarálit með breytingartillögu um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu frá meiri hluta velferðarnefndar. Nefndin hefur fjallað um málið að nýju eftir 2. umr. og fengið á sinn fund Önnu Tryggvadóttur, Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, Ingu Birnu Einarsdóttur og Silju Stefánsdóttur frá félagsmálaráðuneyti. Meiri hlutinn telur þörf á að gera nokkrar breytingar tæknilegs eðlis, m.a. til að samræma hugtakanotkun milli frumvarps þessa og frumvarps til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem velferðarnefnd afgreiddi 28. maí sl. þar sem heiti stofnunarinnar var breytt í Ráðgjafar- og greiningarstöð. Meiri hlutinn leggur því til breytingar á frumvarpi þessu til að samræma hugtakanotkun ásamt öðrum tæknilegum breytingum. Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingum sem ég hef kynnt og koma í nefndarálitinu. Undir þetta rita Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Ólafur Þór Gunnarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason.