151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

þjóðkirkjan.

587. mál
[13:31]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga felur það í sér að í lögum um þjóðkirkjuna hafi hugtakið embætti, embættismaður, annað innihald, annað gildi en í annarri íslenskri löggjöf. Ég lít þannig á að kirkjunni sé í sjálfsvald sett hvað hún kallar sína embættismenn að þessum lögum breyttum, til þess eru refirnir skornir, til þess er leikurinn gerður, og að það sé fallið til ruglings á hugtökum að í þessari einu löggjöf hafi hugtakið embættismaður annað lagalegt gildi en í annarri löggjöf. Ég segi nei.