151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga .

378. mál
[00:05]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég vil bara koma hingað upp og þakka nefndinni fyrir að afgreiða málið með þessum hætti, sem er ekkert frábrugðinn því sem ég lagði til þegar ég talaði fyrir málinu, að það væri hugsanlega nauðsynlegt að finna málamiðlanir. Það góða í því er að markmið frumvarpsins gengur eftir til loka og verður að lögum, markmið sem í ljós hefur komið að öll sveitarfélög í landinu eru sammála um, hvaða skoðanir sem þau hafa að öðru leyti á einhverju íbúamarki, þ.e. að efla sveitarstjórnarstigið og að til þess þurfi tiltekna styrkingu. Ég held að hér séum við komin með tæki til að vinna áfram að því að geta klárað þá þingsályktun sem hér var samþykkt í 11 liðum um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þetta er góður liður í þeirri vegferð.