152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

um fundarstjórn.

[10:53]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Í pontu steig hv. þingmaður og formaður fjárlaganefndar og baðst afsökunar á frumhlaupi sínu og er sú afsökunarbeiðni að sjálfsögðu tekin til greina. En hún talaði um venjur og þá fór ég á heimasíðu Alþingis og sé að í eitt skipti var þetta brúkað á síðustu árum og var um að ræða Covid-ástand, það var allt lokað og við vorum komin í nýtt umhverfi að nýju. Það var samþykkt sérstök heimild í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta þingi fyrir formann nefndar að heimila að umsagnarbeiðnir yrðu sendar út án þess að nefndin skyldi kölluð saman vegna ástandsins. Núna hefur hv. fjárlaganefnd aldrei komið saman. Við þurfum að koma saman á nýju kjörtímabili eftir kosningar. Við verðum að muna það. Við öll sem störfuðum hér (Forseti hringir.) á Covid-tímum í fyrra og síðustu tvö ár munum (Forseti hringir.) að það var verið að veita undanþágureglur í sérstökum tilvikum (Forseti hringir.) um að senda út umsagnarbeiðnir án þess að nefndin kæmi saman. Þetta á hv. formaður fjárlaganefndar (Forseti hringir.) að vita.

(Forseti (BÁ): Forseti minnir aftur á að þingmenn verða að virða ræðutímann í þessari umræðu um fundarstjórn forseta.)