152. löggjafarþing — 5. fundur,  4. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[13:42]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála því og tel reyndar að þessi hugtök séu náskyld, jafnrétti og frelsi, að manneskja sem ekki nýtur frelsis í samfélaginu njóti auðvitað ekki jafnréttis. Þess vegna hef ég líka áhyggjur af jafnrétti í samanburði við aðra. Ég hef áhyggjur af þessum málaflokki, ekki síst vegna þessarar tilhneigingar ríkisstjórnarinnar að færa sveitarstjórnum mjög fjárfrek verkefni. Það á við um þennan málaflokk, að setja sveitarfélögum reglur um þjónustu sem þeim beri að efna og sinna en færa þeim ekki fjármagn með, og leyfa sér svo jafnvel í einhverjum tilvikum að tala hér úr þessum ræðustól um hvað það séu mikil vonbrigði hvernig sveitarfélögin standi sig þegar allan tímann lá fyrir að þannig myndi fara.