152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[11:48]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Það tíðkast venjulega ekki að fara í andsvar við fyrstu ræðu, en til hamingju með fyrstu ræðuna hérna. En það er víst búið að veita leyfi til að fara í örstutt andsvör hér því að þetta er einmitt mjög merkileg og mikilvæg áminning og sýn sem við fáum inn í þetta ástand, að horfa um öxl á fyrri atburði, hagfræðilega atburði, læra af þeim, það er engin kreppa eins o.s.frv. Áminningin um nýsköpun sem lausn, sérstaklega núna þegar aðstæður eru að breytast. Það eru í raun forsendur heillar atvinnugreinar sem verða bara allt í einu ekki til staðar með ferðaþjónustunni, en líka varðandi t.d. skapandi greinarnar, sjálfstætt starfandi listamenn, þau þurfa að finna aðrar leiðir til að nýta það hugvit og þá möguleika sem þau hafa verið að nýta hingað til. Það hafa sprottið upp hugmyndir um t.d. farferðaþjónustufyrirtæki og listrænum viðburðum í beinu streymi hefur fjölgað. Þar er einmitt möguleiki sem maður myndi halda að ætti alla vega að reyna að grípa. En fyrstu viðbrögðin við faraldrinum voru einmitt markaðsátak til að fá fólk hingað. Það var númer eitt. Í öðru sæti var nýsköpun. Mig langar til að fá aðeins dýpri innsýn í aðstæður þessa fólks sem misst hefur grundvöllinn fyrir því sem þau voru að vinna með og þá möguleika í nýsköpun sem við ættum að veita þeim.