Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

staða viðkvæmra hópa og barna.

[11:05]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég er ekkert að spyrja ráðherra hvaða vegi hann hefur keyrt í gegnum tíðina, ég er að spyrja hvert hann ætli að halda. Það er ekki nóg að vera með fögur orð eða leggja jafnvel fram falleg frumvörp sem ekkert fjármagn fylgir. Það nægir að nefna frístundastyrkina og annað sem hefur bara ekki dugað. Ég er að spyrja út af þeim bráða vanda sem er að skapast vegna hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta sem mun bitna sérstaklega illa á ungum fjölskyldum og barnafólki. Hvað hyggst ríkisstjórnin gera? Hvað telur hann að ríkisstjórnin eigi að gera?