Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

afléttingar sóttvarnaaðgerða.

[11:11]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svörin. Ég vil bara benda honum á það að við tölum um að ómíkron sé eins og hver önnur flensa, en ég segi ykkur alveg eins og er að þetta er ekki eins og hver önnur flensa. Hún hefur ákveðin slæm áhrif á fólk sem er 50, 60 ára og eldra. Ég veit það bara af eigin raun. Það eru sex vikur síðan ég fékk þetta og ég hef aldrei, ekki eftir nein veikindi, verið í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag, að vera með minna en helming af þeirri orku sem ég hafði áður. Þess vegna hef ég áhyggjur af því fólki sem er með undirliggjandi sjúkdóma og er á mínum aldri og eldra. Og það er það sem ég vil fá á hreint. Einangrun, við verðum að halda í hana vegna þess að ég held að það sé glapræði að létta af öllu, hlaupa bara frá öllum pakkanum. Svo líka verðum við að passa okkur því að veiran er að stökkbreytast og það eru að koma veirur í gegnum landamærin. Þar þurfum við líka að taka á.