Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[13:23]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og ber að fagna því hvernig ráðherra nálgaðist málið í framsögu sinni varðandi mögulegar breytingar á þessari tillögu eins og hún liggur hér fyrir hvað það varðar að flytja virkjunarkosti mögulega í biðflokk, sem hefur nokkuð verið rætt. Hæstv. innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson talaði á þeim nótum hér í þinginu nýlega að horft væri til þess að flytja fleiri kosti í biðflokk, gott ef það er ekki tekið sérstaklega á því í stjórnarsáttmálanum. Nú kemur málið fram óbreytt frá því síðast og spurning mín til hæstv. ráðherra er: Leggur ráðherra það að jöfnu að færa kost úr nýtingarflokki í biðflokk og að færa kost úr verndarflokki í biðflokk?