Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[13:24]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég kýs að líta svona á þetta: Það er ákveðið verkefni sem tengist auðvitað orkuöryggi í landinu og sömuleiðis loftslagsmarkmiðunum, og svo eru margar leiðir til að ná þeim markmiðum. Ég efast ekki um að allir sem munu kynna sér þessi mál mjög vel, og svo sem allir, munu hafa mismunandi skoðanir á því. Það eina sem ég segi er að ég geri ekki aðra kröfu en að við verðum að ná þeim markmiðum og menn þurfa að klára þetta mál. Það er ekkert leyndarmál að ég passa mig á því að vera ekki að hengja mig í einhverja einstaka þætti vegna þess að ég veit að ég myndi hvort eð er aldrei ná öllu mínu fram ef ég myndi gera það og það er líka bara allt í lagi. Það mun enginn einn ná öllu sínu fram. Þetta er bara þannig. Alveg sama hvernig við leggjum þetta niður fyrir okkur þá þurfum við að setjast niður og við þurfum að finna fleti á því að ná samstöðu um málið út af þessum stóru markmiðum sem mikilvægt er að ná.