Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:35]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Anna Magnúsdóttir, flutti ávarp hér á Austurvelli og ég ætla að leyfa mér að lesa upp, með leyfi forseta, úrdrátt úr þessu ávarpi hennar á Austurvelli í gær:

„Meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar leggur til að við köstum frá okkur margra ára rannsóknum á verðmæti náttúruperla Íslands. Hann vill ekki að það verðmætamat sem okkar helstu sérfræðingar hafa framkvæmt liggi til grundvallar ákvörðunum um vernd og orkunýtingu landsvæða heldur vill meiri hlutinn frekar þóknast virkjunaraðilum. Hann vill þóknast þeim sem selja raforkuna okkar til verstu umhverfissóða heimsins á spottprís og virðast aldrei getað fengið nóg.“

Þetta er það sem við erum að greiða atkvæði um í dag. Þetta er hagsmunamatið sem þingmenn verða að hafa í huga þegar þeir greiða atkvæði í dag. Hverjum erum þið að þjóna?