Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:56]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Hér legg ég til að Hvammsvirkjun færist úr nýtingu í bið eins og hinar tvær virkjanirnar í neðri Þjórsá. Það er nefnilega þannig að allt tal meiri hlutans í nefndaráliti um að þessar þrjár virkjanir eigi að skoða sem eina heild er sýndarmennska ef því er ekki fylgt eftir með þeirri konkret ákvörðun að færa allar þrjár í bið. Og það er auðvitað engin tilviljun að það er akkúrat Hvammsvirkjun sem stjórnarliðar skilja eftir því að það er virkjunin sem er næst framkvæmd. Það er akkúrat virkjunin sem þarf að setja í bið til að skoða betur. En nei, með sömu rökum og tvær virkjanir eru færðar í bið af stjórnarmeirihlutanum eru þau ekki til í að færa þá þriðju. Það er vegna þess að það á ekki að raska neinum hagsmunum virkjunaraðila. Hvammsvirkjun er Landsvirkjun ekki til í að láta af hendi og stjórnarliðarnir hlýða.