Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:16]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði með náttúrunni. Ég stend vörð um náttúruperlurnar Þjórsárver og Héraðsvötn.

Virðulegi forseti. Ég skil orðið vernd og ég legg til að þingmenn meiri hlutans fletti því upp í orðabók.

Virðulegi forseti. Ég tek ákvarðanir á faglegum forsendum og ég greiði því atkvæði fyrir börn mín og barnabörn. Ég segi því hátt og skýrt: Já.