Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:22]
Horfa

Flm. (Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil þessar athugasemdir og sjónarmið en við þurfum líka að horfa á hlutina eins og þeir eru í dag hjá fólki sem er í skilgreindu starfi frá 9–5 eða 8–4. Fjölmörg skrifstofustörf eru t.d. þannig að við erum þá þegar sítengd og jafnvel með skilgreindum vinnutíma hefur okkur ekki tekist að útrýma þessu vandamáli. Því skil ég áhyggjurnar og deili þeim en held að þetta séu samt í raun og veru tveir eðlisólíkir punktar. Jafnvel þótt þú takir fjarvinnu út úr breytunni þá erum við sannarlega ekki laus við vandamál sem blasa við okkur í dag, t.d. að tölvupóstum eða símtölum sé svarað kl. 11 á kvöldin. Þetta er stór menningarbreyta sem þarf að ræða og tækla sjálfstætt og út frá öllum störfum en ekki bara í þessu tiltekna samhengi.