Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:34]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég held að það þurfi aðeins spá í að fólk gæti einangrast heima hjá sér og mér finnst, eins og rætt var áðan, að það þurfi að skoða heildarmyndina, ekki bara út frá fjarvinnu. Það getur alltaf gerst að fólk einangrist, fólk fer ekki út og hvernig sem það er og svo er líka það að skilja á milli vinnu og heimilis. Hvernig á að skilja á milli? Það er ofsalega mikilvægt að vera mjög vel vakandi fyrir þessu, hvort sem þú ert í einkageiranum eða hjá hinu opinbera, eða bara á vinnumarkaðnum yfir höfuð. Verandi sjálf í fjarvinnu sem sálfræðingur þá hélt ég kannski að það myndi ekki henta eða henta bara í einhverjum tilvikum. Þess vegna velti ég fyrir mér: Þarf ekki bara að treysta fólki til að taka ákvarðanir sjálft út frá sinni vinnu?