Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 16. fundur,  13. okt. 2022.

uppbygging geðdeilda.

98. mál
[13:18]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið en mér fannst mikilvægt að koma einmitt inn á þessi teymi sem starfa innan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og þingmaður kemur auðvitað inn á samspilið sem verður þarna á milli, að fólk er auðvitað alltaf að leita að meira jafnvægi í okkar hraða samfélagi, meira jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs.

Það er annað mál sem stendur mér svolítið nærri en það er Barna- og unglingageðdeild. Verður samkvæmt tillögunni horft til BUGL? Maður hefur heyrt og veit af málum þar sem foreldrar og fagfólk í skólasamfélaginu hafa leitað þangað með barn sem þau telja vera í bráðri hættu, en komast ekki að og ganga á ákveðna veggi. Þó að maður sé með barnið í þeim sporum að það vanti algerlega faglega þekkingu og aðstoð þá standa fagfólkið og foreldrarnir frammi fyrir þeirri erfiðu stöðu að samkvæmt einhverju skilgreindu er áhættan ekki nógu mikil til að komast inn. Verða þessi mál skoðuð eitthvað samhliða?