Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

frestun á skriflegum svörum.

[11:12]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Mig langar að nefna það sama og kollegar mínir hafa gert hér á undan, hv. þingmenn, og það er orðræða hér á þingi og utan um leka. Þetta var ekki gott en verra þykir mér það sem ég get ekki annað en túlkað sem einbeittan vilja einhverra þingmanna til að skella skuldinni á nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það liggur fyrir að það höfðu fleiri aðilar aðgang að skýrslunni og það liggur fyrir að nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar höfðu ekki aðgang að þeim drögum sem láku og voru aldrei ætluð til birtingar, öfugt við hina fullbúnu skýrslu, svo því sé til haga haldið. Þann aðgang höfðu ráðherrar. Við skulum ræða málin út frá staðreyndum ef raunverulega er vilji til að ræða þetta mál hér áfram. Getum við ekki haldið okkur við það og sleppt því að reyna að slá hér pólitískar, flokkspólitískar keilur í þessu máli?