Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

frestun á skriflegum svörum.

[11:17]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Mig langar að taka undir með öðrum hv. þingmönnum sem koma hér upp til að ræða um fyrirspurnir og skort á svörum við þeim. Þá sakna ég sérstaklega svars við fyrirspurn minni til hæstv. mennta- og barnamálaráðherra um börn sem hafa farið í fóstur og verið í fósturkerfinu, en hún var send inn í september síðastliðnum. Þá er jafn langt síðan fyrirspurn um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum barst, en hana sendi hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir til utanríkisráðherra. Mér finnst mikilvægt að biðja um svör við þessum mikilvægu fyrirspurnum um upplýsingar sem okkur vantar til að vinna okkar vinnu.