Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[11:21]
Horfa

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég er eiginlega orðlaus. Ég skil eiginlega ekki hvernig hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni dettur í alvörunni í hug að standa hér í pontu Alþingis og saka nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, um að hafa lekið skýrslunni. (BLG: Ég gerði það ekki.) — Í alvörunni. (BLG: Ég gerði það ekki.) (Gripið fram í: Nei, hann gerði það ekki.) Þetta er algerlega fáránlegt. Við erum að tala um virðingu Alþingis. (BLG: Ég gerði það ekki.) Jú, þú gerðir það víst. (BLG: Ég gerði það ekki.) Þú settir í einhvers konar búning … (Forseti hringir.)

(Forseti (BÁ): Ekki tveggja manna tal.)

Þú settir það í einhvern búning að þarna væru möguleikar á dylgjum. Þetta er gjörsamlega fáránlegur málflutningur. Ég ætla að koma hingað upp og bera af mér sakir. (BLG: Sömuleiðis.) Og þingmaðurinn þarf að svara fyrir þennan ótrúlega dónaskap.