Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[11:30]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Auðvitað er það alvarlegt og auðvitað er það engum til góðs að skýrsla Ríkisendurskoðunar hafi ratað í fjölmiðla nokkrum klukkutímum áður en hún var gerð opinber. Það hefði ekki átt að gerast. Það er hins vegar með nokkrum ólíkindum að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hingað koma upp og tala um leka, tala ekki um hinn eiginlega leka sem voru auðvitað þau drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almennings. Um þetta fjalla þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki, um þetta fjallar Morgunblaðið ekki og það væri áhugavert að heyra sjónarmið ríkisendurskoðanda til þess hvað olli því að drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almennings rötuðu í fjölmiðla.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða skýrslu um bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ræða ótímabæra birtingu skýrslu um bankasöluna. Hér er að falla innanhússmet í meðvirkni. [Hlátur í þingsal.]