Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[11:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að það mál sem hér hefur verið vísað til varðandi leka á upplýsingum eða skýrslu Ríkisendurskoðunar verður tekið fyrir í forsætisnefnd. Ég hef jafnframt væntingar um að það verði tekið fyrir á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og að sjálfsögðu mun forseti eiga samtöl við ríkisendurskoðanda vegna þessa máls.