Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 481, um fatlaða umsækjendur um alþjóðlega vernd, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 286, um búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd, frá Ásmundi Friðrikssyni, á þskj. 314, um íslenskukennslu fyrir útlendinga, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, og á þskj. 485, um félagslega stöðu barnungra mæðra, frá Jódísi Skúladóttur.

Þá hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 486, um stöðu barnungra mæðra gagnvart heilbrigðiskerfinu, frá Jódísi Skúladóttur.

Að lokum hafa borist bréf frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 460, um stöðu námslána hjá Menntasjóði námsmanna, frá Steinunni Þóru Árnadóttur.