153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

staða Sjúkratrygginga Íslands.

[15:32]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta innlegg. Ég get óhikað tekið undir það með hv. þingmanni að núverandi forstjóri hefur staðið sig afar vel. Vegna starfa minna í fjárlaganefnd og fyrri starfa get ég tekið undir allt það sem hv. þingmaður sagði hér, þetta voru mjög góðar umsagnir. Ég virði þær áhyggjur sem forstjórinn setur fram og við höfum rætt þær. Ég vil meina að við séum, eins og talað er um í stjórnarsáttmála, raunverulega að bæta fjármunum við. Á þessum árum hafa u.þ.b. 400 milljónir bæst við í framlögum til stofnunarinnar ef ég horfi til þess að hjálpartækjamiðstöðin kom þar undir. Getum við gert betur og þurfum við að taka betur utan um þetta miðað við umfangið og það sem við ætlum að gera, hv. þingmaður nefndi hér m.a. mikla og flókna samninga? Já, alveg örugglega. Í því munum við vinna.