153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:13]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og verð bara að segja að ég er algerlega sammála. Það skiptir máli hvar þú ert og hver þú ert, virðist vera. Ef þú fékkst að kaupa eitthvað á brunaútsölu eftir hrunið þá geturðu tryggt það að jafnvel þótt búið sé að skrifa skýrslu þá er hún ekki gerð opinber vegna þess að það þarf að vernda vini og vandamenn. Ef þú þarft að tryggja það að ávöxtunin þín sé góð þá selurðu banka til ættingja og vina. Við lifum í þjóðfélagi þar sem fólki virðist vera orðið alveg sama um almenning. Mestu máli skiptir að hinir ríku verði ríkari. Þetta sama fólk reynir að kalla: Stétt með stétt.