Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:36]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Óla Birni Kárasyni. Hv. þingmaður kemur í raun inn á þá spurningu sem hv. þm. Gísli Rafn Ólafsson var með hér áðan og mér tókst ekki að svara nákvæmlega. Það er rétt, frumvarp hv. þm. Hildar Sverrisdóttur gengur lengra að þessu leytinu. Ég held að við séum öll sammála um réttlætið í þeim breytingum sem ég er að mæla fyrir hér og koma jafnframt fram í frumvarpi hv. þingmanns. Ég ætla ekki að kveða upp úr um það að við göngum svo langt í þetta sinn og ætla bara að fá leyfi til að melta það aðeins í tengslum við þær umsagnir sem munu koma við frumvörpin. Ég vænti þess að nefndin muni skoða það vel og gera þær breytingar og fari hér í gegn með þær breytingar sem við getum sameinast um.