Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 116. fundur,  5. júní 2023.

heilbrigðisstarfsmenn.

987. mál
[16:27]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta velfn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Framkvæmdarvaldið hefði ekki átti að leggja þetta frumvarp fram og meiri hlutinn hefði ekki átt að taka undir það að hægt væri að gera þetta svona og skilja lífeyrisréttindin eftir. Ef þetta á að vera hvati fyrir eldra fólk til að vinna lengur þá verður að vera einhver gulrót í dæminu. Og ef framlagið sem áður hefur farið í samtrygginguna myndi ganga frá atvinnuveitandanum í séreignarsjóðinn þá væri það örlítil gulrót fyrir eldra fólk til að halda áfram að vinna. Um leið myndi það hjálpa til, eins og frumvarpinu er ætlað að gera, við að vinna á mönnunarvandanum. Mér finnst það mjög undarlegt, svo að ég taki nú ekki dýpra í árinni, að skilja þetta svona eftir. Af hverju var ekki bara unnið betur að málinu, komið með það fullvaxið inn í þingið?