Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 116. fundur,  5. júní 2023.

heilbrigðisstarfsmenn.

987. mál
[17:00]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta velfn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég get tekið undir það með hv. þingmanni að þegar við erum að ræða svona mál á réttlæti og jafnrétti að vera leiðarljós okkar. Við eigum ekki bara að horfa á þetta út frá stofnuninni, hverju hún þarf á að halda og hvernig við getum reddað henni ódýrara starfsfólki af því að það vantar svo margt starfsfólk. Við verðum á sama tíma að hafa kjörin undir. Ég átta mig ekki á hvað vakir fyrir stjórnarmeirihlutanum að leggja svona frumvarp fram. Ég tel það alveg réttlætanlegt fyrir heilbrigðisstéttir því þar er vandinn sannarlega mikill og þetta getur verið pínulítið skref í þá átt að reyna að slá á mönnunarvandann en það er óskiljanlegt að skilja kjörin eftir og alls ekki hægt að fallast á það.