Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 121. fundur,  8. júní 2023.

fjölmiðlar.

543. mál
[12:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Með þessu frumvarpi erum við að handjárna svokallaða frjálsa fjölmiðla með litla putta við ríkisstjórnina og þar fyrir er stór fíll sem er á kafi í ríkisstjórninni; RÚV. En ég spyr mig: Krafsar, nartar eða klórar einhver í þá hönd sem styrkir hana? Ég hef eiginlega 400 milljón ástæður til þess að styðja þetta ekki vegna þess að á sama tíma og við erum að gera þetta þá erum við ekki að setja krónu í hjálparstofnanir handa fólki sem á ekki fyrir mat. Hvernig stendur á því?