Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 121. fundur,  8. júní 2023.

fjölmiðlar.

543. mál
[12:37]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd sem og hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra fyrir umræðuna og vinnuna í þessu máli. Það kom skýrt fram hjá nefndinni og í umræðu hér í þingsal að mikilvægi fjölmiðla er óumdeilt. Þeir eru fjórða valdið. Þeir eru ein af grunnstoðum lýðræðisins. Fjölmiðar afla og miðla upplýsingum um samfélagið okkar og mikilvæga atburði, bæði nær og fjær. Frumvarp þetta er til þess fallið að styðja við fjölmiðla, en ég ítreka mikilvægi þess að framtíðarsýn á rekstrarumhverfi fjölmiðla verði mynduð og bíð því spennt eftir fjölmiðlastefnunni sem er í vinnslu í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.