Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

almenn hegningarlög.

45. mál
[19:00]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um gríðarlega mikið mál, táknrænt og gott. Við höfum fjallað um það hér í umræðum og það er augljóst að við erum að megninu til algerlega sammála. Mig langar því að hvetja hv. þingheim til að vera á grænu. Sendum sterk skilaboð út í samfélagið um það að Alþingi Íslendinga styðji heils hugar við mannréttindi í landinu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)