154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:55]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Í þessum lið er m.a. verið að færa fjármagn, 100 milljónir, frá stofnframlögum til að viðhalda stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem sagt til að viðhalda rekstri stofnunar. Það er verið að færa fjármagn, 100 millj. kr., til að viðhalda stofnun. Það kemur mér svolítið spánskt fyrir sjónir að fjármagn sem gæti annars nýst lágtekjufólki í að útvega sér húsnæði er nýtt til að halda utan um rekstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ástæðan fyrir því að þetta kemur mér spánskt fyrir. sjónir er að flokkurinn sem er með fjármála- og efnahagsráðuneytið og hefur verið með það ráðuneyti síðustu tíu ár er með mottóið „báknið burt“. En þetta lítur ekki út fyrir að vera í þeim anda. — Ég segi nei.