154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:30]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Álag á hjálparsamtök sem úthluta matargjöfum hefur aukist. Ástæða þess að ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu er að ríkisstjórnin annars vegar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hins vegar hafa þegar komið styrkjum til félagasamtaka sem úthluta matargjöfum nú fyrir hátíðarnar eða rúmlega 30 milljónum kr. Það er mat ráðuneytis míns að sú upphæð komi vel til móts við þær þarfir sem fyrir eru varðandi matargjafir hjálparsamtaka núna fyrir jólin. Það er því erfitt að átta sig á þessari upphæð sem hv. þingmaður gerir hér tillögu um, 150 milljónir. En allt að einu, það mikilvægasta er að ríkisstjórnin hefur þegar úthlutað fjármagni til matarúthlutana í ár og því er ekki þörf fyrir þá aukningu sem hv. þingmaður leggur hér til.