154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

réttindagæsla fyrir fatlað fólk.

922. mál
[16:33]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir hans svar. Ég lýsi mig ósammála því að þetta mál geti staðið eitt og sér. Það að vista réttindagæslumenn hjá ráðuneytinu gengur bara ekki. Það er bara ákveðinn árekstur í því. Réttindagæslumenn geta stundum haft skoðanir á stjórnsýslu ráðuneytisins og þess vegna þurfa þeir að njóti skjóls á einhvern annan hátt og á einhverjum öðrum stað.

Mig langar líka að nefna varðandi persónulega talsmenn þar sem er verið að bæta við nýjum liðum, að útlagður kostnaður sé að jafnaði greiddur af hinum fatlaða einstaklingi. Maður veltir því fyrir sér því að mér skilst að þetta sé breyting og að þetta hafi verið greitt af ríkinu hingað til. En að setja þetta í hendurnar á sýslumanni, að þetta geti orðið einhver geðþóttaákvörðun hjá sýslumanni hvort þetta verður greitt eða ekki, er það ekki svolítið ankannalegt?