154. löggjafarþing — 95. fundur,  15. apr. 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1264, um gjaldskrá vegna tannréttinga barna með skarð í vör eða tanngarði, frá Hákoni Hermannssyni, og á þskj. 1285, um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur. Einnig hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1229, um raforku, frá Kára Gautasyni, á þskj. 1235, um hatursorðræðu og kynþáttahatur, frá Brynju Dan Gunnarsdóttur, og þskj. 1279, um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur. Þá hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1303, um kostnað vegna umsókna um alþjóðlega vernd, frá Njáli Trausta Friðbertssyni. Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1087, um vopnuð útköll, frá Njáli Trausta Friðbertssyni. Að lokum hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1109, um útvistun ræstinga, frá Valgerði Árnadóttur, og á þskj. 1114, um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.