154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[17:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég hefði nú trúað því upp á síðasta ráðherra líka þegar allt kemur til alls en svo fer sem fer. Þegar maður horfir á frumvarpið eins og það var í samráðsgátt þá voru ekki ótímabundnar heimildir inn í þeirri útgáfu og þegar breytingin verður eins og hún er, alla vega í því umhverfi þessarar ríkisstjórnar sem við erum með, þá læðist óhjákvæmilega að manni sá grunur — óháð greinargerðinni því að ég kaupi ekki að þetta standist ekki eignarréttinn og svoleiðis, þau rök ganga ekki upp — að það séu teknar pólitískar ákvarðanir til að breyta þessu úr tímabundnum heimildum í ótímabundnar. Það bara læðist að manni sá grunur einmitt af því að það vantar traustið og það vantar þessa sátt. Það hefur ekki verið hægt að nálgast ríkisstjórnina á þessum forsendum á neinn hátt af því að loforðin eru alltaf svikin.