154. löggjafarþing — 105. fundur,  30. apr. 2024.

tekjuskattur.

918. mál
[17:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að fara að ganga hér til atkvæða um mikilvægt mál, sem er partur af stuðningi ríkisins við kjarasamninga, sem fjallar um sérstakan vaxtastuðning sem er aðgerð til viðbótar almennum vaxtabótum. Það er breytingartillaga frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar og ég ætla að gera stuttlega efnislega grein fyrir henni en ég fjallaði um þetta hér við 2. umræðu. Með breytingunni er lagt til að kveðið verði á um að ráðstafi lánveitandi ekki greiðslu inn á afborganir í samræmi við ákvæðið skuli hann ráðstafa greiðslu inn á lán en sé honum það ekki unnt skuli hann endurgreiða Fjársýslunni þá fjárhæð sem ekki var ráðstafað. Hér er um að ræða viðbót við 6. málslið 6. töluliðar sem gerir hann skýrari og ég legg það til að frumvarpið verði samþykkt með þessari breytingu.