154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[12:13]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ótrúlegt að lesa í þessu nefndaráliti og bréfi dómsmálaráðuneytisins þvílíka gaslýsingu á því sem umboðsmaður barna sendir. Það er greinilegt að það er enginn skilningur á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mig langar að spyrja: Finnst hv. þingmanni allt í lagi að nefndir Alþingis og ráðuneyti séu að gaslýsa þau embætti sem við erum búin að setja upp til að hafa aðhald með okkur eins og umboðsmaður barna? Í öðru lagi: Telur hv. þingmaður að ákvæði barnasáttmálans gildi ekki um erlend börn?