155. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2024.

fundarstjórn forseta og fyrirspurnir til ráðherra.

[14:19]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir það að hlíta ábendingum forseta. Það má þó ekki leiða til þess að hæstv. ráðherrar verði hörundsárir (Gripið fram í.) af því að við erum einfaldlega búin að upplifa það að í síðustu ríkisstjórn var ekki verið að ýta undir þjónustu við fólkið í landinu með því að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk, hvort sem það voru sálfræðingar eða vegna fólks á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Ég vil segja til að mynda ráðherra heilbrigðismála núna til hróss að hann hefur liðkað fyrir liðskiptaaðgerðum hér í borg og bæ. Þannig að um leið og verið er að segja við okkur að við verðum að gæta orða okkar þá má það ekki verða þannig að við megum ekki í allri okkar helgi hér gagnrýna ráðherra, af því það vita það allir sem fylgdust með pólitík og við sem höfum verið nokkuð lengi hér, að það var bara pólitísk áhersla. Ég sagði á sínum tíma, og ég vona að hæstv. ráðherra verði ekki viðkvæmur, að það voru ákveðnar pólitískar kreddur sem stuðluðu að því að það var ekki samið við sjálfstætt starfandi aðila hér í bæ (Forseti hringir.) — hvort sem það voru sálfræðingar eða vegna biðlista eftir liðskipta- og mjaðmaaðgerðum. (Forseti hringir.) Þetta er bara staðreynd málsins.