22.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2119 í B-deild Alþingistíðinda. (2615)

140. mál, gjöf Jóns Sigurðssonar

Hannes Hafstein:

Mér hefir ekki dottið í hug að bregða háttv. flutnm. (J. Þ.) um eigingjarnar hvatir. Eg átti að eins við vísindalegar hvatir, sem lýstu sér í sérstökum áhuga á útgáfu fornra »heimildarrita«. En nú vænti eg, að hann sansist á þetta, og ef orðin, »annars kostar« eru sett strax eftir 1. lið, þá er alt komið í lag. Eg vil því leggja það til, að málið sé tekið út af dagskrá.