08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í C-deild Alþingistíðinda. (709)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

ATKV.GR.:

Tillagan samþykt.

5 manna nefnd samþ. í einu hljóði. kosningu hlutu með hlutfallskosn.:

Einar Jónsson

Benedikt Sveinsson

Matthías Ólafsson

Pétur Jónsson

Þorleifur Jónsson.

Laugardag 9. Ágúst 1913, kl. 12 á hád.

Dagskrá: 1. Frv. til laga um sölu á þjóðjörðinni Reykjum í Hrútafirði (117); 3. umr.

2. Frv. tillaga um löggilding verzlarstaða í Karlseyjarvík Við Reykhóla og Hagabót í Barðastrandarsýalu (202); 3. umr.

3. Frv. til laga um stækkun Verzlununarlóðarinnar á Eskifirði (302); 1. umræða.

Allir á fundi, nema 2. þingmaður Rangv. og þingmaður Sfjk., er höfðu leyfi forseta.

Fundargerð siðaata fundar lesin upp, samþykt og staðfest.

Forseti skýrði frá, að frá Ed. hefði borist:

1. Frv. til laga um breyting á lögum frá 22. Okt. 1912, um ritsíma og talsímakerfi Íslands (330)

2. Frv. til laga um mannskaðaskýrslur og rannaókn á fundnum líkum (331) ásamt tilmælum um að þau yrðu lögð fyrir Nd.

Ennfremur skýrði forseti frá, að forseti Ed. hefði endursent:

Frv. til laga um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskveiðum í landhelgi (327) og óskaði eftir að það yrði lagt fyrir Nd. að nýju.

Forseti tilkynti, að nefnd, sú sem kosin var til þess að íhuga frumv. tillaga um sölubann á tóbaki til barna og unglinga, hefði kosið sér formann Sigurð Sigurðsson og skrifara Matth. Ólafsson.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið í deildinni:

1. Frv: til laga um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum. Eftir 3. umr. í Ed. (331).

2. Frv. til laga um breyting á lögum 22. Okt. 1912, um ritsíma- og talsímakerfi Íslands. Eftir 3. umr. í Ed. (330).

3. Frv. til laga um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskveiðum í landhelgi. Eftir 3. umr, í Ed. (327).

4. Frv. til siglingalaga. Eftir 3. umr. í Ed. (293).

5. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 32?, 20. Okt. 1905, um málaflutningsmenn við landsyfirdóminn Reykjavík. Eftir 2. umræðu í Nd. (326).

6. Nefndaráliti um frumv. til laga um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. Júlí 1911 (333).

7. Nefndaráliti um frv. til laga um viðauka og breyting á lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða frá 12. Jan. 1884. Frá meiri hluta nefndarinnar (321).

8. Breytingartillögur Við frumv. til laga um rafveitu. Frá nefndinni (329). 9. Breytingartill, við frumv. til girðingalaga (334).

10. Frumv. til laga um breyting á 16. gr. laga nr. 29, 16. Nóv. 1907.

Flutningsm. Lárus H. Bjarnason.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið frá Ed.:

1. Frumv. til laga um breyting á lögum nr. 18, 9. Júlí 1909, um styrktarsjóð handa barnakennurum. Eftir 2. umr. í Ed. (328).

2. Frumv. til laga um samþykt um hringnótaveiði á Eyjafirði. Eftir 3. umr. í Nd. (324).

3. Frumv. til laga um umboð þjóðjarða. Eftir 3. umr. í Nd. (235). 4. Breyt.till. við frumv. til laga um sjódóma og réttarfar í sjómálum. Frá Einari Jónssyni N.-Múl. (332).

5. Breyt.tillögum við frumv. til laga um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum. Frá Einari Jónssyni N.-MÚI. (323).

6. Breyt.tillögum við frumv. til laga um hallærissjóð. Frá nefndinni (335). Forseti skýrði frá, að lagt hef8i verið fram á lestrarsal:

1. Erindi frá Gísla Jónssyni í Hafnarfirði um 1500 kr. styrk til að fara utan og framast í málaralist.

2. Erindi frá Jóni Hannessyni um að fá keypta ábýlisjörð sína Undirfell í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu.

3. Símskeyti frá sóknarnefnd viðvíkursóknar, þar sem farið er fram á við þingmenn Skagfirðinga, að þeir endurtaki á þessu þingi álagskröfu viðvíkurkirkju á hendur landssjóði.

4. Bréf stjórnarráðsins, ásamt bréfi byskups, þar sem hann skýrir frá því, að löglegur safnaðarfundur í Þönglabakkasókn hafi samþykt að taka við umsjón og fjárhaldi Þönglabakkakirkju með 1000 kr. álagi. Stjórnarráðið leggur til að nefnd álagsupphæð verði tekin upp í fjárlögin (2 flgskj.).

5. Erindi frá alþingismanni síra Birni Þorlákssyni, um 300 kr. styrk handa drengnum Einari Guðmundssyni á Þórarinastaðaeyri í Seyðisfirði, til þess að honum verði leitað læknishjálpar erlendis.

Þá var gengið til dagskrár og tekið fyrir:

FRUMVARP til laga um sölu á þjóðjörðinni Reykjum í Hrútafirði (117); 3. umr.